Í verkefninu Lesið fyrir hund lesa börn fyrir hund og lestrarliða. Í lestrarstundinni er hundurinn í aðalhlutverki og lestrarliðinn í hlutverki vinar. Áhersla er lögð á að barn lesi sér til skilnings en ekki að texti sé lesinn lýtalaust. Í lok lestrarstundar gefst tækifæri til að ganga úr skugga um lesskilning með því að nýta hundinn, enda gengið út frá því að hundurinn sé í aðalhlutverki sem hlustandi og að barnið sé í hlutverki leiðbeinanda hundsins.
Félagsmiðstöðin Selið á Seltjarnarnesi í samvinnu við Grunnskóla Seltjarnarness byrjuðu með verkefnið „Lesið fyrir hund“ skólaárið 2012-2013. (AAT prógram). Verkefnið hefur gefist mjög vel.
Hægt er að lesa fyrir hunda á bókasöfnum:
- Kópavogi
- Seltjarnarnesi
- Garðabæ
- Álftanesi
- Mosfellsbæ
- Hveragerði